Skreytt fyrir hrekkjavöku

Maður lærir svo lengi sem maður lifir á vel við hérna því eflaust hafa fæstir heimilismenn alist upp við hrekkjavöku en nutu þess virkilega að taka þátt í að skreyta hér á Grund. Það er mikil stemning í kringum hrekkjavöku á heimilinu og keppni í gangi þar sem verðlaun verða veitt fyrir best skreytta graskerið og skreytingar. Þessar myndir eru teknar í vesturhúsinu þar sem starfsfólk og heimilifólk hjálpaðist að við að skreyta og á meðan var saga hrekkjavöku lesin upp. Þess má geta að graskerið sem myndin er af er á þriðju hæð í vesturhúsi Grundar og heimiliskonan Klara gaf því nafnið Elegant.