Rósabingó á Grund

Rósabingó. Hversu skemmtilegt. Það er nákvæmlega það sem þær Valdís og Þórhalla í vinnustofunni hafa verið að bjóða uppá víðsvegar um Grundina undanfarið. Ilmandi rós í verðlaun þegar maður kallar bingó. Til að toppa þessar notalegu samverustundir hefur Nonni nikka, eins og við köllum hann Jón Ólaf hér á Grund, verið nálægt  með sína ljúfu nærveru og þanið nikkuna við söng heimilisfólksins. Það var svo auðvitað sungið um rósir... nema hvað.