Lék á heimasmíðaða fiðlu

Sigurður Rúnar Jónsson, eða Diddi fiðla eins og hann er kallaður kom í heimsókn í Ás nýlega og spilaði fyrir heimilisfólk á heimasmíðaða fiðlu. Það var Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur sem hafði samband við Didda og bað hann að athuga hvort hann kynni að spila á gamla tveggja strengja fiðlu eins og til er á Þjóðminjasafninu. Diddi fór að grúska og lesa sér til og læra á hana. Í framhaldinu ákvað hann að smíða sér eins fiðlu. Frábær heimsókn.