Kæru aðstandendur Áss

Nú horfir til bjartari tíðar og Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur tekið þá ákvörðun að aflétta verulega á heimsóknareglum.
Frá og með deginum í dag 23.september verður Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili opnað að nýju.
Ekki eru takmarkanir á fjölda gesta né aldri og gestum er heimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins með heimilismönnum og starfsfólki.
Óbólusettir og hálfbólusettir starfsmenn og gestir þurfa áfram að vera með andlitsgrímur á Ási.
Við biðjum alla að sýna áfram ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir og munum ávallt að huga að persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og sprittun.
Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.
Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf
24.september 2021
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna