Þvottahús

Þvottahús

Þvottahús Áss er við Klettahlíð í Hveragerði. Jarðgufa er notuð til að þvo, þurrka og strauja og orkukostnaður vegna þessa er einungis brot af því sem það myndi kosta ef nota ætti rafmagn. Nýtt og byltingarkennt taumerkingarkerfi var nýlega tekið í notkun á Ási. Í hverja flík heimilisfólks er saumuð lítil örflaga. Flagan inniheldur upplýsingar um viðkomandi heimilismann, á hvaða deild hann er, í hvaða herbergi o.s.frv. Auk þess eru upplýsingar um á hvaða þvottakerfi beri að þvo flíkina. Þessi nýjung eykur verulega afhendingaröryggi, þ.e. mun minni líkur eru á að flíkin týnist eða fari á rangan stað. Allur tækjabúnaður er af nýjustu og bestu gerð. Heimilisfólk Áss borga fyrir fatnað sem sendur er í hreinsun.