Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Heimilismenn fá sjúkraþjálfun samkvæmt læknisráði sér að kostnaðarlausu.

Sjúkraþjálfari Áss er sérfræðingur í öldrunarþjálfun og er þjálfunin opin virka daga frá 13-16. Boðið er upp á einstaklingsmeðferð í samráði við lækni heimilisins. Tækjasalur er í Ási og aðstaða til að fá bakstra, stutt bylgjur og aðra þjónustu sem sjúkraþjálfarar veita. Sjúkraþjálfari Áss er Grétar Halldórsson.

Boðið er upp á ýmsa hreyfingu alla virka morgna í Ási, boccia, gönguferðir, æfingar í tækjasal og fleira.