Starfsmannafélag

Starfsmannafélag

Starfsmannafélag Grundar var stofnað í nóvember árið 1999. Félaginu er ætlað að halda uppi samstöðu meðal starfsmanna og brjóta upp hversdagsleikann með ferðalögum, árshátíð og ýmiskonar uppákomum. Félagsmenn geta einnig komið með uppástungur um eitthvað skemmtilegt til að gera. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum, árshátíð, bjórkvöldum, skemmtikvöldum, gönguferðum og ferðalögum.

ATHUGIÐ.  Félagsmenn þurfa að hafa greitt í félagið í sex mánuði áður en þeir fá niðurgreitt í utanlandsferðir félagsins eða aðrar stórar ferðir innanlands.

Félagsgjald er 850 kr. á mánuði og ekkert inngöngugjald er tekið.  Formaður félagsins er Kristinn Ómarsson. Aðalfundur félagsins er haldinn í janúar á ári hverju.