Samgöngusamningur

Samgöngusamningur

Hjúkrunarheimilið býður starfsmönnum sínum upp á að gera samgöngusamning. Markmiðið með því er að stuðla að því starfsfólk noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta ásamt því að efla vitund starfsfólks um vistvænar samgöngur. Hjúkrunarheimilið hvetur starfsfólk til að ganga eða hjóla frá vinnu. Heilsufarslegur ávinningur af því að ganga eða hjóla reglulega er mikill. Það starfsfólk sem að jafnaði ferðast til og frá vinnu með strætisvagni á rétt á stuðningi frá hjúkrunarheimilinu. Sá stuðningur felst í því að hjúkrunarheimilið gerir samning við Strætó bs. um að starfsfólk sem undirritar samgöngusamning geti keypt 12 mánaða kort á andvirði 9 mánaða korts. Einnig er starfsmanni heimilt að nota líkamsræktarstyrk sinn til að niðurgreiða strætókort enn frekar. Gengið er frá samgöngusamningi hjá starfsmannastjóra.