Mörk

Vátryggingaútboð Grundarheimilanna 2024-2026

Grundarheimilin og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2024-2026 Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2023-185419.) Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 24.11..2023 kl 10:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Grundar, Hringbraut 50, 101 Reykjavík fyrir kl. 13:30, 21.12.2023 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. ... lesa meira







Tilkynning frá forstjóra

Um nokkurn tíma hefur rekstur Grundarheimilanna þyngst. Skýringuna má að mestu finna í fækkun heimilisfólks, meðal annars vegna breytinga á húsnæði og vegna þess að rýmin henta síður veikara fólki sem fjölgar ört. Á síðustu árum hefur heimilisfólki í Ási fækkað um 25 og á Grund um 13 (auk tímabundinnar fækkunar vegna framkvæmda). Rekstrarkostnaður ýmissar stoðþjónustu hefur ekki lækkað í sama hlutfalli og þar með geta heimilin ekki staðið undir honum til framtíðar að óbreyttu. Því þarf að ráðast í mjög þungbærar en nauðsynlegar skipulagsbreytingar. ... lesa meira

Hauststarf Markarkórsins hafið

Fyrir rúmum 3 árum var stofnaður kór í Mörk sem fékk nafnið Markarkórinn. Félagar í kórnum eru heimilisfólk og starfsfólk Markar og íbúar sem búa í Íbúðum 60+ í Mörkinni, auk þess sem aðstandendum heimilisfólks er velkomið að taka virkan þátt. Það er engin krafa gerð um söngreynslu eða tónlistarþekkingu, það er allra mikilvægast að hafa ánægju af því að syngja... lesa meira