Stefnt að því að opna kaffihúsið fyrir sumarið

Það er stefnt að því að opna kaffihúsið fyrir sumarið, bygginguna sem nú er verið að reisa í suðurgarði heimilisins.
Það styttist í að hægt verði að fara vinna við gólfin þ.e.a.s. fræsa fyrir gólfhita og leggja perlusteypu yfir. Hlynur Rúnarsson sviðsstjóri fasteignasviðs Grundarheimilanna segir að nú eigi að fara að byrja á uppslætti á tjörninni sem kemur fyrir utan kaffihúsið og gera umgjörð um listaverk eftir Helga Gíslason sem prýða mun tjörnina.
Veggurinn út við Hringbraut er í vinnslu samsíða vinnunni við kaffihúsið sjálft og er hluti veggjarins sem stendur vestan megin í garðinum  tilbúinn fyrir steypu.