Fréttir

Notalegt í vinnustofu Markar

Margir heimilismenn koma niður í vinnustofu til að bjástra við eitthvað, prjóna, hekla, lesa, leysa krossgátur, teikna eða bara til að spjalla og fá sér kaffisopa.

Leikskólakrakkarnir slógu köttinn úr tunnunni

Á öskudag fengum við skemmtilega heimsókn í Mörk. Börn sem eru á leikskólanum Steinahlið komu þrammandi þaðan til okkar og eyddu morgninum með heimilisfólki. Meðal annars slógu þau köttinn úr tunnunni, sungu og spjölluðu. Allir skemmtu sér konunglega.

1400 rjómabollur á Grundarheimilunum

Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.

Einstakt samband

Hún Maya Tatiana Nasser Alchae kemur oft með mömmu sinni Flor í vinnuna á 2-hæð hér í Mörk og bræðir okkur öll. Hún er einstök fimm ára stúlka og svo góð við heimilisfólkið. Hún heldur þó sérstaklega uppá Ásu Jörgensen sem býr á Miðbæ og kallar hana ömmu sína. Þær eiga í einstöku sambandi, leiðast um gangana, sitja saman og Maya segir Ásu sögur og teiknar myndir fyrir hana. Við hlökkum alltaf til þess að fá Mayu litlu í heimsókn.

Stefnt að því að opna kaffihúsið fyrir sumarið

Það er stefnt að því að opna kaffihúsið fyrir sumarið, bygginguna sem nú er verið að reisa í suðurgarði heimilisins. Það styttist í að hægt verði að fara vinna við gólfin þ.e.a.s. fræsa fyrir gólfhita og leggja perlusteypu yfir.

Jón Eyjólfur tekur fullan þátt

Jón Eyjólfur Jónsson er öldrunarlæknir á Grundarheimilunum sem tekur fullan þátt þegar eitthvað er um að vera á heimilunum.

Ljúf stund í vinnustofunni

Sumar uppákomur eru bara aðeins betri en aðrar og svoleiðis hlýtur þessi dagsstund að hafa flokkast hér í Mörk. Nýbakaðar vöfflur, sérrístaup, kaffibolli og heitir bakstrar. Þetta var klárlega dekurdagur hjá iðjuþjálfuninni. Hversu ljúft

Líflegt í sjúkraþjálfuninni í Ási

Það er ýmislegt brallað í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hjólað, gengið, teygt og togað. Andrúmsloftið er létt og notalegt og allir sem koma út glaðir og sælir með að hafa nú tekið á og liðkað sig. Svo er náttúrulega ekkert eins yndislegt og að enda þjálfunina á heitum bökstrum og afslöppun.

Helgistund í Vesturási

Það var boðið upp á helgistund í Vesturási nýlega sem Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni stýrði. Það var vel mætt í stundina og heimilisfólkið lýsti yfir ánægju með að koma saman og eiga notalega stund með þessum hætti.

Þorrahlaðborð og lopapeysur

Bóndadegi var fagnað í Ási. Sönghópurinn Tjaldur kom og tók þorralög fyrir heimilisfólkið í hádeginu. Sönghópurinn gæddi sér síðan af þorrahlaðborðinu í boði hússins og að lokum tóku þau þorralögin fyrir starfsfólkið við góðar undirtektir. Það var gaman að sjá hvað fallega var skreytt á heimilunum og kórfélagar í fallegum lopapeysum.