Jólaævintýri Hugleiks

Það var glatt á hjalla á Grund í síðustu viku þegar leikfélagið Hugleikur flutti gamansöngleikinn Jólaævintýri Hugleiks fyrir heimilisfólk. Söngleikurinn er byggður á jólasögu eftir Charles Dickens.
Hugleikur fagnar fjörutíu ára afmæli þetta leikárið og var því fagnað með uppsetningu vinsælasta leikrits félagsins frá upphafi, Jólaævintýri Hugleiks, sem félagið hefur ekki flutt í 18 ár.