Grétar sjúkraþjálfari með þátttakendunum Árna, Ásgerði, Ævari og Rúnu.

Ás sendi eina sveit til að keppa í boccia á Landsmóti UMFÍ 50+, sem haldið var í Hveragerði helgina 23.-25.júní. Sveitina skipuðu Ásgerður Sigurbjörnsdóttir, Árni Guðmundsson, Ævar Halldór Kolbeinsson og Guðrún V. Hallgrímsdóttir. Sveitin mætti fjórum sterkum liðum og nældi í sigur gegn Garðabæ. Stærsti sigurvegarinn er auðvitað sá sem sigrast á sjálfum sér og gefur sig allan í keppnina sem meðlimir liðsins gerðu svo sannarlega.

Þátttakendur voru allir á einu máli um  að þetta hafi verið skemmtileg reynsla  og þau nutu sín í botn eins og Árni sagði. Ævar sagði að þátttakan hafi verið meiri virði en árangurinn og að þau myndi öll fara aftur ef tækifæri gæfist.