Rúna við sína blóma paradís

Í byrjun júní ár hvert hefur heimilisfólk tækifæri til að velja sér þau sumarblóm sem það vill hafa fyrir utan heimili sitt og á tröppunum sínum. 
Flestir eiga sín uppáhaldsblóm sem oftar en ekki eru tengd einhverjum minningum, þá er beðið um hádegisblóm, flauelisblóm, stjúpur, fjólur, dalíu osfrv...... aðrir þekkja ekki nöfnin á blómunum en nánast allir hafa skoðun á því hvaða blóm þeim þykja fallegust. Að sögn Kollu og Fanneyjar í iðjuþjálfun er það ýmist að fólk gróðursetur sjálft eða fær aðstoð en allir sjá um að vökva blómin sín. Þetta er skemmtileg hefð sem gert hefur mikla lukku hér í blómabænum Hveragerði.......

 

 

 

Friðrik og Signý standa hér við blómlegar tröppurnar sínar.