Hörður Hjartarson sér til þess að börnunum sé boðið upp á eitthvað gott að borða

Bæjarás er í sumar í samstarfi við leikjanámskeið kallað ævintýranámskeið sem er á vegum Hveragerðisbæjar. Börnin  koma í heimsókn annað slagið í sumar. Hörður Hjartarson hefur tekið að sér að gefa þeim eitthvað gott í gogginn. Árni Guðmundsson sem erí dagdvöl í Bæjarási hitti langafa guttann sinn þegar börnin komu síðast í heimsókn og þá var kátt í höllinni.

Kisa vekur alltaf kátínu hjá ungviðinu.
Árni hitti langaafadrenginn sinn og þá urðu fagnaðarfundir.