frétt

Tilkynning til aðstandenda

Breytingar á heimsóknarreglum  16. september 2020

Tveir gestir mega heimsækja hvern heimilismann á heimsóknartíma, saman eða í sitthvoru lagi.  Þetta eru þá alltaf sömu tveir einstaklingar og ekki má skipta út nema í samráði við deildarstjóra.

Gestir skulu fara beint inn á herbergi íbúa og vera þar á meðan á heimsókn stendur. Ekki er heimilt að dvelja í eldhúsi, borðstofu, setustofu eða öðrum miðrýmum deilda á meðan á heimsókn stendur.

 Virða þarf áfram eins og hægt er 1 metra  nándarmörk milli gesta, annarra íbúa og starfsfólks heimilisins.

Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

  1. eru í sóttkví.
  2. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  3. hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 7 dagar frá heimkomu.
  4. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  5. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Viðbragðsteymi Grundarheimilanna