Frétt

Einn einn tveir dagurinn

Þann ellefta febrúar ár hvert er haldinn hátíðlegur einn einn tveir dagurinn.  Símanúmer Neyðarlínunnar sem allir landsmenn ættu að þekkja og nota eftir því sem við á, ellefti annar. 

Við í björgunarsveitunum fáum smáskilaboð frá Neyðarlínunni þegar einhver þarfnast aðstoðar og lögreglu- og sjúkraflutningamenn komast ekki á staðinn.  Einnig ef einhver er týndur, fastir bílar á Hellisheiðinni eða við þurfum að loka henni í vondum veðrum.  Í fyrra fengum við í Hjálparsveit skáta Hveragerði yfir 50 slík skilaboð.  Mikið af óveðursútköllum, föstum bílum, fólki í vandræðum í vondu veðri og svo framvegis. 

Það er tilvalið að nota þennan dag til að minna okkur öll, sérstaklega ungu börnin, á að þetta númer er það mikilvægasta sem við eigum til.  Í allri neyð er afar brýnt að hringja strax.  Neyðarverðir Neyðarlínunnar eru fljótir að meta hættustigið og kalla eftir viðeigandi björgum.  Þeir sem hringja inn þurfa helst að vera rólegir (veit að það er ekki alltaf hægt í erfiðum aðstæðum), gefa upp nafn, staðsetningu og hvað kom fyrir.  Lýsa aðstæðum, veðri ef við á og svo framvegis.  Neyðarvörðurinn leiðir síðan símtalið og kemur viðeigandi björgum á staðinn.

Notum einn einn tveir, ekki hundraðogtólf, því þau sem yngri eru bera frekar skynbragð  á fyrri tölurnar.

 

Kveðja og góða helgi,

Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna