frétt

Kæru aðstandendur

Í dag fögnum við bleika deginum á Ási.  Langflestir starfsmenn og margir heimilismenn klæðast bleiku í dag.  Við höfum skreytt heimilið í bleikum litum, með blöðrum, blómum, slaufum, dúkum og öðru skemmtilegu.  Við fengum bleikan búðing í eftirrétt í hádeginu og bleika köku í kaffinu.  Dagurinn hefur verið ljómandi skemmtilegur og hefur létt okkur lífið á þessum erfiðu tímum.

Við þurfum því miður að halda áfram með heimsóknartakmarkanir sem voru settar á í síðustu viku.  Ég læt auglýsingu um það fylgja hér með.  Við vonum að við getum létt á þessu sem fyrst en því miður er staða smita þannig að við þorum ekki annað en að halda þessu áfram.

Enn og aftur þakka ég ykkur samstöðuna og skilninginn á erfiðum tímum.

Bestu kveðjur, Birna