frétt

Kæru aðstandendur

Kæru aðstandendur

Skjótt skipast veður í lofti!  Við vorum rétt búin að rýmka heimsóknarreglurnar en nú hefur Sóttvarnarlæknir komið með þau tilmæli að einungis einn heimsóknargestur megi koma dag hvern í heimsókn á hjúkrunarheimili landsins.  Eins er ætlast til að fólk virði 2 metra nándarregluna á ný.

Þetta tekur gildi nú þegar.

Einn aðstandandi má koma í senn á heimsóknartíma milli kl.13-17, tveir aðstandendur mega skiptast á viku í senn  Það verður þó að gæta þess vel að viðkomandi geti haldið sem mestri sóttkví heima.  Það er mikið í húfi.

Með þökk fyrir skilning og þolinmæði og von um góða helgi😊

Viðbragðsteymi Grundarheimilanna