frétt

Kæri aðstandandi


Heimsóknir verða leyfðar í Ási frá og með 4. maí næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki í höfn ennþá og gæta þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir þegar komið er í heimsókn. Nauðsynlegt er að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið og í byrjun er miðað við að einungis einn aðstandandi hvers heimilismanns geti fengið heimsóknarleyfi einu sinni í viku. Til að byrja með verður það sami aðstandandi sem kemur vikuna á eftir en það mun ef til vill breytast þegar fram líður. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020. Ef Covid-19 smitum mun fjölga í samfélaginu eða ef smit kemur upp á heimilinu þá munu reglur verða hertar aftur. Börn yngri en 14 ára geta ekki komið í heimsókn en börn 14-18 ára geta komið ef þau eru nánasti aðstandandi og koma þá einsömul.
Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:
1. Hafið samband og pantið heimsóknartíma:
a. Hjúkrunarheimili, sími 480-2014, kl.8-14 virka daga.
b. Bæjarás, sími 480-2099, kl. 10-15 virka daga.
c. Ás, sími 480-2016, kl. 8-16 virka daga.
d. Ásbyrgi, sími 480-2105, kl. 8-16 virka daga.
2. Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki snerta neitt í almannarýmum og sem minnst í herbergi íbúa. Farið beint inn í herbergi til íbúa og beint út aftur.
3. Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk. Ef þið hafið spurningar um heilsufar eða annað skal það fara fram í símtali.
4. Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
5. Íbúinn getur ekki farið út af heimilinu til að sinna almennum erindum og ekki heldur í bíltúr með ættingjum.
6. Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19 fyrir 4. maí.
7. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
a. Þú ert í sóttkví
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
a. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Aðrar tilslakanir sem verða 4.maí í Ási
Frá og með 4. maí munu heimilismenn geta nýtt þjónustu hárgreiðslustofu og fótaaðgerðar- og snyrtistofu. Fyrirkomulag sjúkra- og iðjuþjálfunar verður áfram með sama sniði um sinn.
Birna Sif Altadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.