frétt

Setti upp vinnustofu í Ási

Skömmu fyrir jól fengum við skemmtilega heimsókn frá hjónunum Baniprosonno og Putul. Baniprosonno er listamaður sem hefur getið sér gott orð víða um heim.
Þau hjónin hafa ferðast víða og er þetta til að mynda í áttunda skiptið sem þau koma til Íslands.
Baniprosonno hefur verið iðinn við að deila með fólki hæfileikum sínum og hefur víða sett upp vinnustofur með börnum og öldruðum .
Við í Ási fengum að njóta hæfileika hans og dásamlegrar nærveru þegar við hittum hann í Vinnustofunni Ásbyrgi og áttum saman góða stund með málningu, pensla og fjöruga tónlist

Myndir með frétt