frétt

Starfsfólki gefið nuddtæki fyrir háls og bak

Starfsfólkið í Ási fékk að gjöf á dögunum hitanuddtæki fyrir bak og háls  frá aðstandendum Harðar Magnússonar sem lést þann 11. júní sl. Með gjöfinni vildu aðstandendur  þakka fyrir  aðstoð, velvild, alúð og nærgætni. Aðstandendum Harðar er kærlega þakkað fyrir hugulsemina.