Fréttir

Kæru aðstandendur

Þegar við lendum í áföllum eða göngum í gegnum erfið tímabil í lífinu undrumst við það stundum að þrátt fyrir allt skuli sólin koma upp næsta morgun, fuglarnir haldi áfram að syngja og gangverk náttúrunnar tifi áfram. Ég neita því ekki að hafa brugðið mjög við þær fréttir sem við fengum um síðustu helgi, frá nágrönnum okkar á Sólvöllum, jafnvel fyllst hálfgerðri örvæntingu um stund. Þarna sjáum við hve viðkvæm staðan er og hversu lítið má útaf bera. ... lesa meira


Skammist ykkar

Kannast lauslega við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu. Þann þriðja hef ég aldrei hitt. Þetta ágæta þríeyki setti saman stjórnarsáttmála fyrir ríkisstjórn sína árið 2017. Þar stendur meðal annars orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Hver er svo raunin? Hefur rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila verður styrktur. NEI, síður en svo. Hann hefur verið markvisst veiktur í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er að ljúka næsta haust. Sumir segja sem betur fer. Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir. ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Í dag fögnum við bleika deginum á Ási. Langflestir starfsmenn og margir heimilismenn klæðast bleiku í dag. Við höfum skreytt heimilið í bleikum litum, með blöðrum, blómum, slaufum, dúkum og öðru skemmtilegu. Við fengum bleikan búðing í eftirrétt í hádeginu og bleika köku í kaffinu. Dagurinn hefur verið ljómandi skemmtilegur og hefur létt okkur lífið á þessum erfiðu tímum.... lesa meiraKæru aðstandendur

Skjótt skipast veður í lofti! Við vorum rétt búin að rýmka heimsóknarreglurnar en nú hefur Sóttvarnarlæknir komið með þau tilmæli að einungis einn heimsóknargestur megi koma dag hvern í heimsókn á hjúkrunarheimili landsins. Eins er ætlast til að fólk virði 2 metra nándarregluna á ný. Þetta tekur gildi nú þegar. Einn aðstandandi má koma í senn á heimsóknartíma milli kl.13-17, tveir aðstandendur mega skiptast á viku í senn Það verður þó að gæta þess vel að viðkomandi geti haldið sem mestri sóttkví heima. Það er mikið í húfi. Með þökk fyrir skilning og þolinmæði og von um góða helgi😊 Viðbragðsteymi Grundarheimilanna ... lesa meira
Kæru aðstandendur

Eins og fréttir síðustu daga hafa óþægilega minnt okkur á þá er veiran ekki farin úr samfélaginu okkar og ber því áfram að gæta ítrustu varúðar. Undanfarið hafa kannski allir orðið fullslakir gagnvart veirunni og því slakað aðeins á sínum smitvörnum. Við viljum því ítreka við ykkur að gæta að ykkar persónulegu smitvörnum, nota handþvottinn og sprittið óspart, ALLS EKKI koma í heimsóknir ef þið eruð með einhver einkenni frá öndurfærum eða eitthvað slöpp. Ef þið hafið verið erlendis þá er MJÖG skynsamlegt að bíða með heimsóknir á heimilið fyrstu vikuna jafnvel þótt landamæraskimun hafi verið neikvæð. Húsinu er áfram skipt upp í ákveðin smithólf þannig að óþarfa gegnumgangur um húsið er ekki heimill og við viljum áfram biðja ykkur um þegar þið eruð í heimsóknum að forðast sameiginleg svæði eins og setustofur, eyðið tíma með ykkar aðstandenda og reynið að forðast alla aðra. Einnig held ég að það væri sniðugt að þið mynduð takmarka fjölda þeirra sem er að koma í heimsókn hverju sinni við 1-2 einstaklinga þannig að við þurfum ekki að grípa til harðari aðgerða. Vonast eftir góðri samvinnu við ykkur um þetta. Sigríður Sigurðardóttir sviðsstjóri fræðslu- og gæðamála. ... lesa meira


Ingólfur vinur minn

Ingólfur Skagfjörð Hákonarson kom til okkar í Ás árið 1992. Hann lést í byrjun mánaðarins eftir afar skammvinn veikindi og við kvöddum hann í Hveragerðiskirkju í gær. Hann var í brekku til að byrja með í Ási, hafði sig lítið frammi og dvaldi yfirleitt í sínu herbergi. Svo var um all langa tíð. En svo birti til hjá honum og hann fór að njóta lífsins, þrátt fyrir talsverð veikindi.... lesa meira


Með vel reimaða takkaskó í seinni hálfleik

Mér finnst einhvern veginn eins og fyrri hálfleik sé lokið í baráttunni við COVID 19 veiruna. Og heilt yfir litið tókst okkur vel til og við erum yfir í leiknum. Vissulega urðum við Hvergerðingar fyrir miklu áfalli vegna fráfalls góðra hjóna hér í bæ og margir urðu mikið veikir. En að teknu tilliti til þess hversu fáir létu lífið á Íslandi miðað við víða annars staðar út í heimi, þá getum við mjög vel við unað.... lesa meira