Það komu ótrúlega margir gestir til okkar á Grund nú fyrir jólin, sungu jólalögin, léku á hljóðfæri, lásu og styttu fólkinu okkar stundir með ýmsum hætti. Þar á meðal var t.d. sönghópurinn Spectrum, félagar sem spila með lúðrasveitinni Svan, Grundarbandið, Skólahljómsveit Vestur,- og miðbæjar, börnin í Landakotsskóla, Laufáskórinn og ekki má gleyma Senu sem gaf öllum okkar heimilismönnum aðgang að jólagestum Björgvins. Við þökkum ykkur öllum af alhug. Þið glödduð heimilisfólkið okkar svo sannarlega. Takk kærlega....
lesa meira